Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Andspyrnu viðhaldið í Hong Kong

31.07.2020 - 04:54
epa08575837 Political activist Joshua Wong arrives to attend a press conference in Hong Kong, China, 31 July 2020. Wong is among 12 prominent pro-democracy figures that have been disqualified by election officers from running in the 06 September Legislative Council elections.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lýðræðissinnar í Hong Kong ætla sér áfram að spyrna fótum við herferð kínverskra stjórnvalda gegn pólítísku frelsi í borginni.

Þetta sagði andófsmaðurinn Joshua Wong á blaðamannafundi eftir hafa ásamt ellefu öðrum verið meinað að gefa kost á sér í kosningum til löggjafarsamkomu borgarinnar.

Ástæða bannsins er sögð vera stjórnmálaskoðanir tólfmenninganna og mótspyrna þeirra við öryggislögin nýju.

Wong kvaðst vonast til að heimsbyggðin standi með mótmælendum í Hong Kong í þeirri hörðu baráttu sem framundan er.