Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Yfir níutíu smit í Danmörku

30.07.2020 - 17:15
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Guðmundur Bergkvist - Kr - RÚV
Níutíu og eitt kórónuveirusmit var greint í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi síðan 18. maí. Sextán starfsmenn sláturhúss Danish Crown í Ringsted á Sjálandi voru þeirra á meðal. Alls hafa 32 verið greindir hjá fyrirtækinu síðustu daga.

Ritzau fréttastofan hefur eftir Jens Lundgren, sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Ríkissjúkrahúsinu, að í Ringsted greinist flest veirusmit í Danmörku þessi dægrin. Ekkert bendi þó til að þau eigi eftir að breiðast út til annarra hluta landsins.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV