Níutíu og eitt kórónuveirusmit var greint í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi síðan 18. maí. Sextán starfsmenn sláturhúss Danish Crown í Ringsted á Sjálandi voru þeirra á meðal. Alls hafa 32 verið greindir hjá fyrirtækinu síðustu daga.