
Súlur Vertical, Króksmóti og Skjaldborg aflýst
Súlur Vertical fjallahlaupinu sem átti að fara fram um helgina hefur verið aflýst. Í tilkynningu segir að í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu veirunnar hafi öllum viðburðum á vegum Súlum Vertical um verslunarmannahelgina verið frestað. Ákvörðunin hafi verið erfið og eru hlauparar hvattir til að fylgja fyrirmælum yfirvalda.
Leikhópurinn Lotta sem ferðast um landið með sýninguna Bakkabræður hefur fellt niður sýningar um helgina og Króksmóti Tindastóls í fótbolta sem átti að halda aðra helgina í ágúst hefur verið aflýst.
Sömu sögu er að segja um hátíð íslenskra heimildarmynda, Skjaldborg, sem átti að fara fram á Patreksfirði um verslunarmannahelgina. Það er sameiginleg niðurstaða stjórnar Skjaldborgar og bæjaryfirvalda Vesturbyggðar. Í tilkynningu segir að samfélagsleg ábyrgð allra sé mikil og með þessu vilji Skjaldborg sýna það í verki að við séum öll almannavarnir.