Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Slakað á kröfum um veitingasölu í Hong Kong

30.07.2020 - 09:00
Erlent · Asía · COVID-19 · Hong Kong · Kína · Kórónuveiran
epa08571822 A man walks out of a restaurant with his take away lunch in Hong Kong, China, 29 July 2020. A government ban on dining-in, forcing restaurant to only offer take away, started at midnight on 29 July, to stem the spread of COVID-19 in Hong Kong.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Hong Kong hafa slakað á takmörkunum varðandi sölu á veitingum - einungis degi eftir að reglur voru hertar á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita.

Tilkynnt var í gær að veitingastaðir fengju einungis selja fólki mat til að taka með sér, en almenningur brást hart við. Á samfélagsmiðlum voru birtar myndir af fólki að borða á gangstéttum, í almenningsgörðum og jafnvel á almenningssalernum þar sem það leitaði skjóls vegna úrhellis.

Í morgun voru kynntar nýjar reglur um að veitingastaðir mættu einungis hafa opið að degi til með helmingi færri gesti en við venjulegar aðstæður og einungis tveir sitja við sama borð.