Nokkur ný smit greindust eftir hádegi

30.07.2020 - 23:00
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Fimm til tíu innanlandssmit hafa greinst eftir hádegi í dag. Þetta staðfesti Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, í samtali við mbl.is. Haft er eftir Kamillu að sum smitanna séu með þekktar tengingar við eldri smit.

Ríkisstjórn og sóttvarnayfirvöld kynntu í dag hertar sóttvarnarreglur í kjölfar aukningar á innanlandssmitum. Talsverður fjöldi tilfella hefur greinst síðustu daga og einn hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirusýkingar

Breyttar reglur munu taka gildi á hádegi á morgun. Samkvæmt þeim mega ekki fleiri en hundrað manns koma saman. Ótengdum aðilum er gert að halda tveggja metra fjarlægð sín á milli og notendur almenningssamgangna þurfa að bera andlitsgrímu. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi