NBA hefst í Disneylandi eftir 140 daga hlé

epa08145981 Los Angeles Lakers guard Avery Bradley (L) gets past defending Boston Celtics forward Daniel Theis (R) during the NBA basketball game between Los Angeles Lakers and Boston Celtics at the TD Garden in Boston, Massachusetts, USA, 20 January 2020.  EPA-EFE/CJ GUNTHER SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

NBA hefst í Disneylandi eftir 140 daga hlé

30.07.2020 - 09:48
22 lið úr NBA-deildinni hefja keppni á ný í Disneylandi. Fyrsti leikurinn er í kvöld þegar New Orleans Pelicans og Utah Jazz eigast við.

Það eru yfir 140 dagar síðan keppni var stöðvuð í NBA-deildinni vegna COVID-19. 22 lið af þeim 30 sem eru í deildinni hefja keppni á ný til að skera úr um hvaða 16 lið fara í úrslitakeppnina. 

Farið verður eftir ströngum sóttvarnarreglum á staðnum og allir leikmenn og starfsmenn skimaðir reglulega fyrir veirunni. Stuðningsmenn geta fylgst með liðum sínum í gegnum fjarfundabúnað eins og gert hefur verið á mörgum knattspyrnuleikjum í Evrópu eftir að keppni hófst á ný en áhorfendur eru ekki leyfðir á leikjunum.

Disneyland hefur verið útbúið á þann hátt að leikmenn og starfsmenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og þurfi ekki að fara neitt til að sækja sér þjónustu. Bandaríski körfuboltamaðurinn Lou Williams lét sér það ekki nægja og var gómaður við að heimsækja nektardansstað og þarf hann að vera í tíu daga einangrun vegna þess og missir því af fyrstu tveimur leikjum LA Clippers en liðið mætir grönnum sínum í LA Lakers í stórleik í nótt.