Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Metfjöldi smita í Ástralíu og víðar

30.07.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Ástralía · COVID-19 · Japan · Kórónuveiran · Úkraína · Evrópa · Eyjaálfa
epaselect epa08571765 New South Wales (NSW) health workers carry out COVID-19 tests at a pop-up clinic at Rushcutters Bay in Sydney, Australia, 29 July 2020. Two more pop-up COVID-19 testing clinics have been set in Sydney's east as authorities continue to monitor another potential infection hotspot.  EPA-EFE/DEAN LEWINS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Heilbrigðisstarfsfólk við sýnatökur í Sydney í Ástralíu. Mynd: EPA-EFE - AAP
Sjö hundruð tuttugu og þrír greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi síðan farsóttin barst til landsins. Þrettán dóu úr COVID-19.

Ástandið er verst í Viktoríuríki, einkum í höfuðstaðnum Melbourne. Frá sunnudegi verða íbúar þar skyldaðir til að vera með andlitsgrímur. Þrjú kórónuveirutilfelli greindust í Queensland.

Í fleiri löndum hefur einnig verið tilkynnt um metfjölda tilfella, þar á meðal í Japan, en þar greindust 1.264 með kórónuveiruna síðasta sólarhring, en áður var mesti fjöldinn á einum degi 981.

Þá var einnig metfjöldi kórónuveirusmita í Úkraínu, en nærri tólf hundruð greindust þar með veiruna síðasta sólarhring.