Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kvikasilfursmengun ógnar íbúum Amazon

30.07.2020 - 04:33
epa04260067 General view over a part of Amazon river outskirt of Manaus, Amazon region, Brazil, 15 June 2014. Manaus will host the FIFA World Cup 2014 group A preliminary round match between Cameroon and Croatia on 18 June 2014.  EPA/MAST IRHAM
 Mynd: EPA
Nærri þriðji hver fiskur sem veiðist í Amapa fylki á Amazon-svæðinu í Brasilíu er óhæfur til átu vegna kvikasilfursmengunar. Mengunin er talin stafa af ólöglegri gullnámuvinnslu á svæðinu.

Rannsókn vísindamanna á vegum Brasilíudeildar World Wildlife Fund og þriggja innlendra rannsóknarstofnana sýnir mikið kvikasilfursinnihald í fjórum þeirra fisktegunda sem hvað mest eru borðaðar. Venjulegur neysluskammtur getur reynst skæður heilsu manna.

Rannsóknin leiðir einnig í ljós hversu skaðlegar gullnámurnar eru lífríkinu á Amazon-svæðinu. Áhrifin á regnskógana hafi verið þekkt en nú hafi einnig komið í ljós að námurnar eru einnig hættulegar heilsu fólksins sem þar býr.

Jair Bolsonaro forseti Brasilíu liggur undir miklu ámæli fyrir að hafa gefið leyfi til námuvinnslu og landbúnaðar á vernduðum svæðum Amazon. Það segja náttúruvinir að muni hraða tortímingu stærstu regnskóga jarðarinnar.