Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Huawei tekur toppsætið af Samsung

30.07.2020 - 16:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Kínverska fjarskipta- og snjalltækjafyrirtækið Huawei hefur nú tekið fram úr Samsung og er orðin stærsti seljandi snjallsíma í heimi.

Kínverska fjarskipta- og snjalltækjafyrirtækið Huawei hefur nú tekið fram úr Samsung og er orðin stærsti seljandi snjallsíma í heimi.

BBC greinir frá og segir Huawei hafa náð toppsætinu með því að selja 55,8 milljónir snjallsíma á síðasta ársfjórðungi. Samsung seldi 53,7 milljónir síma á sama tíma.

Tölurnar koma frá greiningarfyrirtækinu Canalys sem segir breytingarnar „athyglisverðar“.

Sú staðreynd að útgöngu- og samkomubanni lauk fyrr í Kína en mörgum öðrum löndum er sögð ein helsta ástæða söluaukningar Huawei.

BBC segir illa hafa gengið að vekja áhuga vestrænna neytenda á símum Huawai, m.a. af því að þeir eru ekki með öpp frá Google vegna viðskiptabanns bandarískra yfirvalda.

Sala til annarra ríkja hefur dregist saman um 27% og því má rekja söluaukninguna nú að stærstum hluta til mikillar snjallsímasölu í Kína. Canalys áætlar að 70% allra snjallsíma sem seljast í Kína séu frá Huawei.

„Þetta er athyglisverður árangur sem fáir hefðu spáð fyrir ári síðan,“  segir Ben Stanton sérfræðingur hjá Canalys.

Greiningafyrirtækið bendir einnig á að kórónuveirufaraldurinn hafi komið illa niður á útflutningi Samsung sem hafi orðið fyrir 30% samdrætti. Það hafi svo aftur gert Huawei auðveldar um vik að ná toppinum.

„Þetta hefði ekki gerst ef ekki væri fyrir COVID-19,“ segir Stanton. „Huawei hefur nýtt sér bata kínverska efnahagskerfisins til að glæða auknu lífi í snjallsíma sölu sína.“

Báðir búast þeir við að vera Huawei á toppnum sé tímabundin og að Samsung muni ná vopnum sínum á ný .