Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvetur fólk til að sýna áfram seiglu og samstöðu í glímunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann segir innsetningarathöfnina þann 1. ágúst verða með allt öðru og minna sniði en venjan er. „Verum hluti lausnarinnar en ekki vandans,“ segir forsetinn.