Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Guðni: Beiskja eða leit að blóraböggli gagnast engum

30.07.2020 - 19:28
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvetur fólk til að sýna áfram seiglu og samstöðu í glímunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann segir innsetningarathöfnina þann 1. ágúst verða með allt öðru og minna sniði en venjan er. „Verum hluti lausnarinnar en ekki vandans,“ segir forsetinn.

Þá segir forsetinn í færslu sem birtist á Facebook-síðu embættisins að „beiskja eða leit að blóraböggli gagnast engum í miðjum klíðum.“ Takist vel upp sé von til þess að hægt verði að létta þessum hömlum við fyrstu hentugleika. 

Hann rifjar upp slagorðið „Við erum öll almannavarnir“ og segir þetta ekki innantóman frasa.  „Höldum áfram að þvo okkur vel um hendur, virðum tveggja metra mannhelgi utan heimilisins og notum andlitsgrímur eins og þörf krefur.“

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV