Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ginsburg aftur lögð inn á sjúkrahús

Mynd með færslu
 Mynd:
Ruth Bader Ginsburg dómari við hæstarétt Bandaríkjanna hefur að nýju verið lögð inn á sjúkrahús. Hún er 87 ára og þykir afar frjálslyndur dómari.

Ástæða innlagnar hennar nú er sögð vera vegna minniháttar læknisaðgerðar. Búist er við að hún verði útskrifuð í vikulok.

Ginsburg hefur átt við veikindi að stríða undanfarin ár og hefur lagst inn á sjúkrahús tvisvar á þessu ári.

Hún hefur þó ekki sagst ætla að gefa sæti sitt eftir en dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna geta setið til dauðadags kjósi þeir svo.

Þyrfti Ginsburg að stíga til hliðar kæmi það í hlut Donalds Trump Bandaríkjaforseta að skipa nýjan dómara í hennar stað.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV