Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Emmy-hátíðin með óvenjulegu sniði í ár

epa06587868 US musician Lionel Richie (R) and talk show host Jimmy Kimmel (L) sit together prior to a ceremony honoring Richie with his hands and footprints immortalized in cement outside the TCL Chinese Theatre in Hollywood, California, USA, 07 March
 Mynd: EPA

Emmy-hátíðin með óvenjulegu sniði í ár

30.07.2020 - 01:39

Höfundar

Emmy-verðlaunahátíðin sem er nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð sjónvarpsiðnaðarins verður haldin á netinu í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þetta fyrirkomulag var tilkynnt degi eftir að sagt var frá helstu tilnefningum til verðlaunanna. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun stýra dagskránni sem send verður út á ABC sjónvarpsstöðinni 20. september næstkomandi.

Þrátt fyrir að neyðast til að halda hátíðina með þessu sniði lofa skipuleggjendur hennar góðri skemmtun, hlýju og gæsku. Töfrar sjónvarpsins verði nýttir til hins ítrasta svo áhorfendur geti notið stundarinnar.

Það sama á við um þau sem tilnefnd eru til verðlauna. Hvort sem þau verða heima eða annars staðar þegar upptökur fara fram, íklædd náttfötum eða viðhafnarklæðnaði verða þau stórglæsileg á sjónvarps- eða tölvuskjánum. Því lofa skipuleggjendur Emmy-hátíðarinnar í ár.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna

Sjónvarp

Krúnuleikar, Tsjernóbíl og Flóabæli sigursæl

Tónlist

Hildur hlaut Emmy verðlaun fyrir Chernobyl