Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Björgunarsveitir aðstoða grindhvali í Mjófirði

30.07.2020 - 17:19
Mynd með færslu
Mynd úr safni Mynd: Haukur Páll Kristinsson
Þrír bátar frá björgunarsveitunum á Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík eru á leiðinni í Mjóafjörð til að aðstoða grindhvali sem virðast hafa strandað á skeri í Þernuvík. Ragnar Högni Guðmundsson í aðgerðarstjórn segir að þetta séu á bilinu 10 til 15 dýr. Aðrir telja að þau hafi verið nær þrjátíu. Fréttastofu barst ábending um dýrin frá vegfarendum sem sögðu hljóðin frá dýrunum vera hræðileg.

Í gær virtust gestir sem voru á leiðinni á Gönguhátíð í Súðavík hafa náð vöðunni á mynd. Hún var þá í botni Ísafjarðar, innst í Ísafjarðardjúpi. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV