Þrír bátar frá björgunarsveitunum á Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík eru á leiðinni í Mjóafjörð til að aðstoða grindhvali sem virðast hafa strandað á skeri í Þernuvík. Ragnar Högni Guðmundsson í aðgerðarstjórn segir að þetta séu á bilinu 10 til 15 dýr. Aðrir telja að þau hafi verið nær þrjátíu. Fréttastofu barst ábending um dýrin frá vegfarendum sem sögðu hljóðin frá dýrunum vera hræðileg.