Vatnaskil í bíóheiminum vestra

Mynd með færslu
Bandarískt kvikmyndahús. Safnmynd. Mynd: EPA

Vatnaskil í bíóheiminum vestra

29.07.2020 - 00:30

Höfundar

AMC, helsta bíóhúsakeðja Bandaríkjanna, og kvikmyndafyrirtækið Universal Pictures hafa gert með sér samning sem markar vatnaskil. Samningurinn verður til þess að stórmyndir verða aðgengilegar á streymisveitum (VOD) mun fyrr en hingað til hefur verið.

Nýjar kvikmyndir frá kvikmyndaverinu verða með þessu nýja samkomulagi tiltækar á veitum eftir að hafa verið til sýninga í kvikmyndahúsum þrjár helgar eða sautján daga. Hingað til hafa þurft að líða þrír mánuðir frá frumsýningu uns hægt væri að njóta nýjustu bíómyndanna í heimahúsum.

AMC og Universal hafa átt í deilum síðan í apríl eftir að barnamyndin Trolls World Tour fór rakleiðis á veitur án viðkomu í kvikmyndahúsum. Rekstur þeirra hefur verið mjög erfiður eftir að kórónuveiran skall á af fullum þunga.

Donna Langley stjórnarformaður kvikmyndasamsteypunnar segir að framleiðsla kvikmynda fyrir bíóhús enda sé mikilvægt að framtíð þeirrar upplifunar að fara í kvikmyndahús og upplifa töfra hvíta tjaldsins sé tryggð.

Jafnframt þarf þó að mæta kröfum viðskiptavinanna um sveigjanleika og margvíslegar dreifingarleiðir. Að sögn Adams Aron stjórnarformanns AMC er samningurinn fagnaðarefni, hann auki hagnað kvikmyndaversins og verði til þess að fleiri bíómyndir verði framleiddar. Bíóhúsakeðjan fær jafnframt hluta af tekjum fyrir dreifingu myndanna á streymisveitum.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Réttarhöldum í máli Johnny Depp gegn The Sun lokið

Norður Ameríka

Aftur skellt í lás í Kaliforníu