Sjálfstæðisyfirlýsing afturkölluð

epa06999447 Yemeni female activist Haifa Subay holds a pro-peace placard during a campaign calling for peace in the war-torn country, in the old quarter of Sana'a, Yemen, 05 September 2018. Yemeni activist and artist Haifa Subay, 27, has launched a &
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Umbreytingarráð suðursins, aðskilnaðarsinnar sem vilja aukið sjálfræði fyrir suðurhluta Jemens, hefur afturkallað sjálfstæðisyfirlýsingu sína frá því í apríl síðastliðnum.

Þetta kemur fram í Twitter-færslu Nizar Haitham talsmanns ráðsins. Nú er kallað eftir að Ryadh samkomulagið frá því í nóvember verði endurvakið, til að koma á öryggi og stöðugleika á svæðinu.

Jafnframt eigi ákvörðunin að tryggja samstöðu gegn Hútí-fylkingunni og öðrum hryðjuverkahópum. Jafnframt sé ætlunin að mynda ríkisstjórn, skipa landsstjóra og öryggisstjóra fyrir borgina Aden. 

Þrýstingur frá stjórnvöldum í Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum varð til þess að Umbreytingarráðið tók þessa ákvörðun.  

Ryadh samkomulagið inniheldur 29 skilmála milli ríkisstjórnar Jemens og Umbreytingarráðsins sem eiga að festa mikilvæga þætti í stjórnun suðurhluta landsins í sessi.

Borgarastyrjöld hefur geisað í Jemen frá árinu 2015 þar sem Hútí-fylkingin og aðrir hópar sem studdu Ali Abdullah Saleh fyrrum forseta landsins og stuðningshópar núverandi forseta, Abdrabbuh Mansur Hadi takast á. Borgin Aden er höfuðvígi þeirra. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi