Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Indland: Staðfest smit ríflega ein og hálf milljón

29.07.2020 - 08:28
epa08558143 A medical lab technician collects swab samples for coronavirus COVID-19 Rapid Antigen detection testing from a mobile van in New Delhi, India, 21 July 2020. According to the news reports India is listed as the third country, in regards to total covid19 cases, in the world after the United States and Brazil.  EPA-EFE/STR
Sýnataka á götu í Nýju Delí. Mynd: EPA-EFE - EPA
Fleiri en ein og hálf milljón manna hefur greinst með kórónuveirusmit á Indlandi, en ríflega 34.000 hafa dáið úr COVID-19.

Heilbrigðisráðuneyti landsins greindi frá þessu í morgun. Greind smit fóru yfir eina milljón 17. þessa mánaðar og hefur því fjöldi smitaðra á Indlandi aukist um hálfa milljón á tólf dögum. 

Ríflega 61.600 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Bandaríkjunum síðasta sólarhring. Um 1.300 létust úr sjúkdómnum. Í sex ríkjum Bandaríkjanna var metfjöldi dauðsfalla á einum degi, - Arkansas, Flórída, Kaliforníu, Montana, Oregon og Texas.

Staðfest smit í Bandaríkjunum eru nú ríflega 4,3 milljónir, en hátt í 150.000 hafa látist þar úr COVID-19.