Fleiri en ein og hálf milljón manna hefur greinst með kórónuveirusmit á Indlandi, en ríflega 34.000 hafa dáið úr COVID-19.
Heilbrigðisráðuneyti landsins greindi frá þessu í morgun. Greind smit fóru yfir eina milljón 17. þessa mánaðar og hefur því fjöldi smitaðra á Indlandi aukist um hálfa milljón á tólf dögum.
Ríflega 61.600 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Bandaríkjunum síðasta sólarhring. Um 1.300 létust úr sjúkdómnum. Í sex ríkjum Bandaríkjanna var metfjöldi dauðsfalla á einum degi, - Arkansas, Flórída, Kaliforníu, Montana, Oregon og Texas.
Staðfest smit í Bandaríkjunum eru nú ríflega 4,3 milljónir, en hátt í 150.000 hafa látist þar úr COVID-19.