Föstudagurinn afleitur til ferðalaga um Suðausturland

29.07.2020 - 21:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. Búist er við austan hvassviðri eða stormi í landshlutanum á föstudag. Hvassast verður vestan Öræfa. Búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 metrum á sekúndu.

Verslunarmannahelgin er handan við hornið og margir verða á ferðinni um helgina. Hvassviðrið getur skapað hættuleg akstursskilyrði, sér í lagi fyrir ökutæki með aftanívagna. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að föstudagurinn henti afar illa til ferðalaga í landshlutanum. Hvassviðrinu mun fylgja úrhellisrigning og sömuleiðis verður mikil úrkoma á Austfjörðum. 

Viðvörunin tekur gildi klukkan tvö aðfaranótt föstudags og varir til klukkan fjögur síðdegis á föstudag.

 

 

Viðvörunin tekur gildi aðfaranótt föstudags.
Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi