Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ferðaskrifstofur endurmeta Spánarferðir

29.07.2020 - 06:16
Mynd með færslu
 Mynd: YouTube
Fjölgun kórónuveirusmita á Spáni hefur orðið til þess að íslenskar ferðaskrifstofur endurmeta stöðuna daglega gagnvarvart vinsælum ferðamannastöðum. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Undanfarið hefur verið flogið með fullar vélar til Alicante og Tenerife. Þar er ástandið sagt vera mjög gott og eins eru mun færri smit á Alicante en í Katalóníu eða Madríd.

Talsmaður ferðaskrifstofu segir Íslendinga ekki miklu þurfa að kvíða á Spáni því þeir séu ekki í miklu samneyti við heimamenn og segist ekki skilja ákvörðun Breta að skylda ferðalanga sem koma frá Spáni í tveggja vikna sóttkví.

Að sögn fulltrúa annarar ferðaskrifstofu valda slæmar fréttir frá Spáni bakslagi í sölu á ferðum þangað.