Færri mega koma í heimsókn á hjúkrunarheimili

29.07.2020 - 12:45
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fjöldi gesta til íbúa á hjúkrunarheimilum hefur verið takmarkaður og þeir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilanna eftir að landlæknir hvatti hjúkrunarheimili í gær um að endurskoða heimsóknarreglur sínar í kjölfar fjölgunar COVID-19 smita Breytingarnar taka gildi frá og með deginum í dag og og verða endurskoðaðar, þyki þörf á því.

Aðeins einn má nú heimsækja hvern íbúa á Hrafnistuheimilunum hverju sinni og eru gestir beðnir um að fara beint inn á herbergi þess sem heimsóttur er og fara beint út að heimsókn lokinni. 

Á dvalarheimilum Áss og Grundar mega að hámarki tveir gestir koma til hvers heimilismanns hverju sinni og þar eru gestir einnig beðnir um að forðast sameiginleg rými. 

Þessu til viðbótar eru þau tilmæli áréttuð til aðstandenda heimilisfólks á hjúkrunarheimilum að þeir komi ekki í heimsókn hafi þeir verið í útlöndum undanfarna 14 daga eða ef þeir eru með einhver flensueinkenni.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi