Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Enn er skjálftavirkni fyrir norðan

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Skjálftavirkni hefur verið við mynni Eyjafjarðar frá því 19. júní. Skjálftar mælast enn á svæðinu. Í dag varð skjálfti af stærð 2,8 tuttugu kílómetra norður af Siglufirði og í gær urðu skjálftar af svipaðri stærð norðvestur af Grímsey og suður af Kolbeinsey. Í síðustu viku mældust um 600 skjálftar við mynni Eyjafjarðar. 

Hrinan var kröftugust til að byrja með en fyrstu dagana mældust þrír skjálftar af stærð 5 til 6. Þeir fundust vel í byggð. Jarðskjálftahrinan hefur staðið yfir í yfir mánuð en nokkuð hefur dregið úr skjálftavirkni. Nú mælast færri skjálftar á sólarhring en snemma í hrinunni.

Þá hófst jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall á Reykjanesi fyrir tíu dögum síðan. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þeirri hrinu var af stærðinni 5,0. Virkni á svæðinu hefur farið dvínandi.