Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vísbendinga leitað um Madeleine McCann

28.07.2020 - 11:04
Germany police officers search an allotment garden plot in Seelze, near Hannover, Germany, Tuesday July 28, 2020.  Police have begun searching an allotment garden plot, believed to be in connection with the 2007 Portugal disappearance of missing British girl Madeleine McCann. (Peter Steffen/dpa via AP)
Frá leitarstað nærri Hannover. Mynd: ASSOCIATED PRESS - dpa
Lögregla leitar nú á svæði nærri Hannover í Þýskalandi að vísbendingum sem varpað gætu ljósi á hvarf bresku stúlkunnar Madeleine McCann í Portúgal fyrir þrettán árum. Saksóknarar í Þýskalandi greindu fjölmiðlum frá þessu í morgun.

Þýska lögreglan greindi frá því í byrjun síðasta mánaðar að Þjóðverji á fimmtugsaldri, Christian Brückner, lægi undir grun vegna hvarfsins á Madeleine, en hann hefði dvalið í Portúgal á þeim tíma. Fram kom í morgun að hann hefði búið á fyrrnefndum stað nærri Hannover fyrir nokkrum árum.