Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Talsvert um ógætilegan vespuakstur unglinga

28.07.2020 - 16:20
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist töluvert margar tilkynningar um ógætilegan akstur unglinga á vespum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar.

Í færslunni kemur sömuleiðis fram að hjálmanotkun mætti vera meira áberandi. Ætti það við bæði um vespur og rafhlaupahjól. Börn undir 16 ára aldri eiga að nota hjálm á reiðhjóli og slíkt gildir einnig um vespur og rafmagnshlaupahjól. 

„Að detta af vespu eða rafmagnshlaupahjóli (eða hvaða farartæki sem er) getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér og því er mikilvægt að hjálmur sé alltaf notaður,“ segir í færslunni.