Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna

Mynd með færslu
 Mynd: Ólafur Arnalds/Facebook - Facebook

Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna

28.07.2020 - 16:53

Höfundar

Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir þemalagið í þáttaröðinni Defending Jacob. Hann er tilnefndur ásamt fjórum öðrum tónlistarmönnum í flokki frumsaminna þemalaga. Rapparinn RZA er tilnefndur í sama flokki.

Ólafur hefur átt farsælan feril sem tónlistarmaður. Hann hefur gefið út átta hljómplötur og samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Hann hlaut BAFTA-verðlaun árið 2014 fyrir tónlistina í bresku þáttaröðinni Broadchurch. 

Tilkynnt var um tilnefningar til Emmy-verðlaunanna í dag. Átta sjónvarpsþættir voru tilnefndir í flokki dramaþáttaraða; Better Call Saul, The Crown, The Handmaid's Tale, Killing Eve, The Mandalorian, Ozark, Stranger Things og Succession. Í flokki gamanþáttaraða hlutu Curb Your Enthusiasm, Dead to Me, Insecure, Schitt's Creek, The Good Place, The Kominsky Method, The Marvelous Mrs. Maisel og What We Do in the Shadows tilnefningar. 

Hér fyrir neðan má hlýða á þemalag þáttaraðarinnar Defending Jacob. 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Watchmen, Succession og Maisel með flestar tilnefningar

Sjónvarp

Sjónvarpsefni sem enginn ætti að láta framhjá sér fara

Menningarefni

Ólafur Arnalds vann til BAFTA verðlauna