Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Najib sakfelldur fyrir fjársvik og peningaþvætti

28.07.2020 - 05:22
epa08569897 Former Malaysia prime minister Najib Razak (C) wears mask as he arrives at the Kuala Lumpur High Court complex in Kuala Lumpur, Malaysia, 27 July 2020. Najib, who claimed his innocence over charges thrown at him in connection with the 1Malaysia Development Berhad (1MDB) scandal, faces a maximum 20-years' jail on each of the three charges of criminal breach of trust, one count of abuse of position, and a maximum of 15 years' jail on each of the three counts of money laundering.  EPA-EFE/FAZRY ISMAIL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Najib Razak, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra Malasíu, var í morgun fundinn sekur um öll sjö brot sem hann var ákærður fyrir í fyrstu réttarhöldunum yfir honum vegna milljarða fjársvikamáls. Málið er kennt við opinbera fjárfestingasjóðinn 1MDB og teygir anga sína til fjölmargra landa. Meðal sakarefna eru misnotkun á almannafé, peningaþvætti og misnotkun valds.

Najib hefur jafnan neitað allri sök í málinu, sem olli miklu pólitísku hneyksli í landinu og felldi ríkisstjórn Umno-flokksins sem þá hafði farið með völdin í Malasíu í rúm 60 ár.

Yfirlýst markmið sjóðsins, sem var stofnaður 2009, var að styrkja efnahag Malasíu og auka velferð malasísku þjóðarinnar. Talið er að jafnvirði 560 milljarða íslenskra króna hafi horfið úr sjóðnum með ólögmætum hætti. Þar af er Najib talinn hafa dregið sér allt að 67 milljarða í eigin sjóði.