Najib Razak, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra Malasíu, var í morgun fundinn sekur um öll sjö brot sem hann var ákærður fyrir í fyrstu réttarhöldunum yfir honum vegna milljarða fjársvikamáls. Málið er kennt við opinbera fjárfestingasjóðinn 1MDB og teygir anga sína til fjölmargra landa. Meðal sakarefna eru misnotkun á almannafé, peningaþvætti og misnotkun valds.