Mér fannst ég ekki vera undir miklu álagi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV núll - Sonja Ólafsdóttir

Mér fannst ég ekki vera undir miklu álagi

28.07.2020 - 11:45
Sonja Ólafsdóttir er stofnandi Crossfit Austur á Egilsstöðum en starfar í dag sem þjálfari hjá Granda 101. Í fyrra upplifði Sonja kulnun í starfi en einkenni þess var meðal annars að hún missti sjónina við akstur. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Sonju í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um funcional fitness, kulnun í starfi, erfiðleikana við að hægja á sér og Gregg Glassman fyrrum eiganda Crossfit.

 

Í hlaðvarpsþættinum Þungarokk og þungar lyftur fræðumst við um samspil heilsu og tónlistar og hvort það sé einhver tenging þar á milli. Gunnar Ingi fær til sín góða gesti sem tengjast lyftingum og rokki.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, í öllum helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify.