Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mæla gegn ferðalögum Íslendinga til Spánar

28.07.2020 - 10:35
epa08566961 Two beach goers wearing face masks walk in La Patacona beach in Alboraia, near Valencia, eastern Spain, 26 July 2020. Temperatures reached more than 30 degrees in this area of the Mediterranean coast.  EPA-EFE/MANUEL BRUQUE
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Sóttvarnaryfirvöld á Íslandi mæla gegn ferðalögum til Spánar. „Spánn er á áhættulista vegna COVID-19. Og við mælum gegn ferðalögum til landa á áhættulistanum,“ segir í skriflegu svari frá Embætti Landlæknis.

Yfirvöld í Noregi, Bretlandi og Þýskalandi hafa öll varað við ferðum til Spánar. Þýsk stjórnvöld vörðuðu í morgun landsmenn við því að ferðast til þriggja héraða Spánar; Aragon, Katalóníu og Navarra. Áður höfðu bresk yfirvöld fyrirskipað fjórtán daga sóttkví fyrir alla sem koma til landsins frá Spáni og norsk stjórnvöld ráðlagt fólki að ferðast ekki til Spánar nema það eigi þangað brýnt erindi. 

Spánn er á áhættulista

Borið hefur á ferðalögum Íslendinga til Spánar í þessu mánuði og bjóða sumar ferðaskrifstofur upp á tilboð á ferðum þangað. Í svari frá embætti landlæknis fyrir fyrirspurn fréttastofu um það hvort standi til að vara við ferðum þangað segir: „Spánn er á áhættulista vegna COVID-19. Og við mælum gegn ferðalögum til landa á áhættulistanum.“

Sóttvarnalæknir hefur varað við ferðum á áhættusvæði vegna COVID frá því í janúar 2020 og Spánn hefur talist áhættusvæði frá 14. mars. Einu ríkin sem ekki eru á áhættulista sem stendur eru: Færeyjar, Grænland, Danmörk, Noregur, Finnland og Þýskaland.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.