Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Hlýjast á Suðausturlandi í dag

28.07.2020 - 06:27
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt í dag, en vestan 5-10 m/s við suðurströndina seinni partinn. Hiti gæti farið upp í 18 stig á Suðausturlandi.

Skýjað með köflum og dálítil úrkoma í flestum landshlutum. Svo má búast við að þykkni upp í kvöld með rigningu eða súld vestanlands. 

Á morgun verður áfram hægviðri en skýjað og dálítil væta víða um landið. Hiti 10-17 stig og áfram hlýjast á Suðausturlandi. 

Á fimmtudag verður þurrt og hiti 10-16 stig. Þó skýjað og svalara í þokulofti við austurströndina. Kólnar á suðausturströndinni um kvöldið með norðaustan-strekkingi og rigningu. 

Áfram er svo spáð rigningu um mestallt landið á föstudag og víða á laugardag.