
Af vegaframkvæmdum næstu daga
Vegaframkvæmdir í kvöld
Í kvöld, annað kvöld og á fimmtudagskvöld stendur til að ráðast í malbiksviðgerðir á Þjóðvegi 1 milli Borgarness og Hafnarfjalls. Búist er við að framkvæmdir standi frá 19:00 til 06:00 alla dagana. Þrengt verður að umferð og bílum stýrt fram hjá eftir þörfum.
Í kvöld verður einnig malbikaður Austurvegur á Selfossi, frá Hörðuvöllum að hringtorginu, í vesturátt. Veginum verður lokað á meðan á framkvæmdum stendur, milli klukkan 19:00 og 03:00.
Þá stendur til að fræsa beygjuramp frá Miklubraut niður á Reykjanesbraut í kvöld frá klukkan 18:00 til miðnættis. Rampinum verður lokað og bílum vísað á hjáleið um mislægu gatnamótin.
Vegaframkvæmdir annað kvöld
Gatnamót við Miklubraut og Lönguhlíð verða malbikuð annað kvöld, miðvikudaginn 29. júlí. Gatnamótunum verður lokað á meðan á framkvæmdum stendur, frá klukkan 19:00 til 03:00.
Þá verður malbikaður beygjurampur frá Miklubraut niður á Reykjanesbraut annað kvöld milli 21:00 og 05:00. Rampinum verður lokað og bílum vísað á hjáleið um mislægu gatnamótin.