Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Stærsti skjálfti í Mýrdalsjökli frá 2018

27.07.2020 - 08:40
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RUV
Tveir jarðskjálftar sem mældust 3,4 og 2,8 að stærð urðu með stuttu millibili um 6 km vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli um 20 mín fyrir klukkan átta í morgun. 

Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að skjálftarnir hafi fundist á Hvolsvelli. 

Síðari skjálftinn, sem var 3,4 að stærð, er stærsti skjálfti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018. Sá skjálfti var 3,7 að stærð.