Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Spá rigningu um verslunarmannahelgina

27.07.2020 - 07:09
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Veðurstofan spáir rólegu veðri næstu daga og nokkuð hlýju. Á föstudag færist svo lægð yfir landið úr suðri með blautri austanátt.

Búast má við norðlægri átt 5-10 m/s í dag, en hvassari vindi austanlands. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, súld eða rigning með köflum norðaustantil en skýjað með köflum og þurrt að mestu norðvestantil. Hiti víða 12-19 stig en kaldara norðantil. Hlýjast syðst á landinu.

Á morgun er hægur vindur í kortunum og skúrir víða en hitastig svipað og í dag.

Í lok vikunnar má búast við hvassara veðri og aukinni úrkomu. Á föstudag spáir Veðurstofan suðaustlægri átt 5-15 m/s, hvassast í veðri sunnantil og rigning suðaustantil. Sunnanátt og rigning um helgina, svalast fyrir austan.