Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Senua þverar Ísland í leiknum Hellblade II

{"Source" : "GeForce SHARE", "B64" : "eyJEUlNBcHBOYW1lIiA6ICJoZWxsYmxhZGVnYW1lLXdpbjY0LXNoaXBwaW5nLmV4ZSIsICJEUlNQcm9maWxlTmFtZSIgOiAiSGVsbGJsYWRlICBTZW51YSdzIFNhY3JpZmljZSIsICJTaG9ydE5hbWUiIDogImhlbGxibGFkZV9zZW51YXNfc2FjcmlmaWNlIiwgIkNtc0lkIiA6IDEwMDA1NjExMX0="}
 Mynd: Stefans02

Senua þverar Ísland í leiknum Hellblade II

27.07.2020 - 11:08

Höfundar

Leikjaheimur Hellblade II, frá tölvuleikjaframleiðandanum Ninja Theory, er byggður á Íslandi. Hönnuður leiksins fékk hugmyndina eftir ferð til landsins, sem hann lýsir sem fallegu, framandi og hættulegu, allt í senn.

Gerð fyrri tölvuleiksins, Hellblade: Senua’s Sacrifice, var erfið og og tók langan tíma, segir Tameem Antoniades, leikjahönnuður og einn stofnenda Ninja Theory, í myndbandi frá framleiðandanum. Að því ferli loknu þurfti hann því frí og ákvað meðal annars að ferðast um Ísland. Það var þá sem hugmyndin að framhaldi leiksins fæddist.

Í framhaldinu sneri hann aftur til Íslands með framleiðsluteymi í för með sér. Í samstarfi við Saga film heimsóttu framleiðendur leiksins um fjörutíu staði á Íslandi á tveimur vikum. Þau landsvæði sem talin voru henta söguþræði leiksins voru í kjölfarið skönnuð og útfærð á stafrænt form fyrir tölvuleikinn. Þá fóru hljóðupptökur og hljóðvinnsla fram í íslenskri náttúru.

Með þessari nálgun á framleiðslu leiksins leitast Antoniades við að gera leikjaheim Hellblade II sem raunverulegastan. Allt í leiknum á að byggjast á einhverju sönnu og ekta, hvort sem það er seytlið í lækjarsprænu, hljóðin í skóginum, birtan, skýin eða landslagið.

Tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II var kynntur til sögunnar í fyrra og er væntanlegur seint á árinu. Fyrri leikurinn, Hellblade: Senua’s Sacrifice, hlaut lof fyrir framúrskarandi leikjahönnun, segir í grein vefmiðilsins Nörd norðursins, sem greindi fyrst íslenskra miðla frá.

 

Tengdar fréttir

Tölvuleikir eru áhugamál sem er allt í lagi að stunda

Pistlar

Sýndarveruleiki og framtíð tölvuleikja

Menningarefni

Ör þróun á sviði tölvuleikja í hálfa öld

Menningarefni

Tölvuleikjum illa sinnt af íslenskum fjölmiðlum