Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Parið á Hornströndum fundið

27.07.2020 - 08:05
Mynd með færslu
 Mynd: Steenaire - Flickr
Parið sem leitað var að á Hornströndum í nótt fannst heilt á húfi í Hlöðuvík rétt fyrir klukkan átta í morgun.

Fólkið, sem var komið inn í tjald þegar það fannst, hafði lent í vanda vegna svartaþoku og átt erfitt með að láta vita af sér. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við fréttastofu. Hann segir að fólkið hafi verið ágætlega búið með nóg nesti.

Björgunarsveitir voru kallaðar út á tólfta tímanum í gærkvöld. Auk þess sem sjö göngumenn fóru um svæðið renndi björgunarskipið Gísli Jóns inn í Fljótavík um klukkan hálftvö í nótt. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV