Platan kom út 24. júlí og náði samdægurs rúmum 80 milljónum streyma á streymisveitunni Spotify. Swift setti þar með met í sögu veitunnar fyrir flestan fjölda streyma hjá tónlistarkonu fyrsta daginn eftir útgáfu. Þar tók hún fram úr söngkonunni Ariönu Grande og plötu hennar Thank U, Next sem var streymt 70,2 milljón sinnum þegar hún kom út árið 2019.
folklore smellti sér sömuleiðis í efsta sætið fyrir stærstu streymisútgáfu ársins 2020 og það með talsverðum mun. Fyrir hafði plata rapparans Juice WRLD, Legends Never Die, safnað 73 milljónum streyma á fyrsta deginum eftir útgáfu en 80 milljónir Swift skelltu Juice WRLD í annað sætið.