Heimsótti nektardansstað og missir af fyrstu leikjunum

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Heimsótti nektardansstað og missir af fyrstu leikjunum

27.07.2020 - 19:13
Bandaríski körfuboltamaðurinn Lou Williams bindur bagga sína sjaldnast sömu hnútum og samferðamenn sínir en leikmaðurinn missir af fyrstu leikjum liðs síns, Los Angeles Clippers, eftir að upp komst að hann hefði heimsótt strípibúllu utan Disney World þar sem NBA-deildin verður kláruð. Williams þarf að fara í tíu daga sóttkví í kjölfar heimsóknarinnar.

 

Williams fékk leyfi til að yf­ir­gefa æf­inga­búðir Clip­p­ers til að geta verið viðstadd­ur út­för afa síns í Atlanta. Þeirri fjar­veru hefði fylgt fjög­urra daga sótt­kví áður en hann hefði æft með liðinu á nýj­an leik. 

Mynd­ir náðust hins veg­ar af Williams á nekt­ar­dansstað og eft­ir að þær fóru í dreif­ingu er ljóst að hann fer í tíu daga ein­angr­un. NBA-deildin hefst að nýju á fimmtudaginn en hún verður kláruð í Disney World. Hann miss­ir af stór­leik því Clip­p­ers sem er með sterkt lið í vet­ur mæt­ir grönn­um sín­um í Lakers. En einnig miss­ir hann af leik gegn New Or­le­ans Pelicans. Fjar­vera Williams ætti að hafa nokk­ur áhrif því hann skoraði tæp­lega 19 stig að meðaltali í vet­ur áður en deild­in fór í frí vegna kór­ónu­veirunn­ar.