Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á kjarr- og skógareldum sem hafa brunnið síðustu níu daga um miðbik Portúgals. Þeir loga í þremur héruðum og hafa valdið því að fjöldi fólks hefur flúið. Flestum hefur verið leyft að snúa aftur heim. 21 árs slökkviliðsmaður lést á laugardagskvöld og að minnsta kosti sex hafa slasast vegna eldanna.
Slökkviliðsmanna bíður erfitt verk að ráða niðurlögum eldanna vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Spáð er hvassviðri og allt að 37 stiga hita á næstunni. Þar af leiðandi er hætta á að þeir breiðist enn frekar út.