Eitt innanlandssmit í viðbót greindist í dag

27.07.2020 - 21:43
Innlent · COVID-19 · Skimun · Smit
Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot - RÚV
Eitt innanlandssmit kórónuveirunnar greindist síðdegis í dag, það er rakið til manns, sem kom hingað til lands 15. júlí og fékk neikvætt sýni í landamæraskimun. Þegar höfðu sex smit verið rakin til mannsins og nú eru þau orðin sjö.Nú eru 22  með staðfest smit veirunnar hér á landi.

Talið er að maðurinn hafi smitast hér innanlands og ekki er loku fyrir það skotið að einn þeirra sex, sem upphaflega var talinn hafa smitast af ferðalangnum, hafi í raun smitað hann.

Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að smitrakningarteymi almannavarna hafi náð góðum árangri við að rekja ferðir fólksins.

„Þau sex, sem greindust um helgina, eru öll samstarfsmenn. Sá sem greindist í dag vinnur ekki með þeim, en tengist hópnum,“ segir Jóhann.

 

 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi