Almannavarnir íhuga upplýsingafund

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan
Til skoðunar er hjá stjórn Almannavarna að halda upplýsingafund fyrir fjölmiðla á morgun vegna stöðunnar sem upp er komin í útbreiðslu COVID-19 smita hér á landi og þess, að stærsta ferðahelgi ársins er nú framundan.

Þetta herma heimildir Fréttastofu.

Verði af fundinum yrði þar gerð grein fyrir stöðunni og hvernig sóttvarnaryfirvöld hyggjast bregðast við henni, en undanfarna tvo daga hafa sjö innanlandssmit greinst sem öll eru rakin til sama einstaklingsins. Nú eru 22 staðfest COVID-19 smit hér á landi.

Þá þykir tilefni til að minna fólk á að huga að eigin sóttvörnum og ábyrgð á smitvörnum í ljósi þessara nýju smita.

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi