Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

55.000 smit í Bandaríkjunum

27.07.2020 - 03:04
epa08561375 People walk wearing masks in Downtown Miami, Florida, USA, 22 July 2020.  EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rúmlega 55.000 manns greindust með COVID-19 í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn og 518 dauðsföll voru rakin til sjúkdómsins. Er þetta í fyrsta sínn í tæpar tvær vikur sem smit eru færri en 60.000. Þá hafa dauðsföll verið rúmlega 1.000 á sólarhring síðustu fjóra daga.

Þessa miklu fækkun dauðsfalla má að einhverju leyti rekja til þess að nú er helgi, og krufningar og greiningar því færri en á virkum dögum, en tölurnar vekja þó von um að aftur sé eitthvað að sljákka í faraldrinum vestra eftir nokkurra vikna tímabil þar sem hann sótti mjög í sig veðrið.

Staðfest smit í bandaríkjunum nálgast nú 4.230.000 og dauðsföllin eru tæplega 147.000 talsins. Sem fyrr er ástandið verst í Suður- og Vesturríkjunum, þa á meðal Kaliforníu, Texas, Flórída og Alabama.