Rúmlega 55.000 manns greindust með COVID-19 í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn og 518 dauðsföll voru rakin til sjúkdómsins. Er þetta í fyrsta sínn í tæpar tvær vikur sem smit eru færri en 60.000. Þá hafa dauðsföll verið rúmlega 1.000 á sólarhring síðustu fjóra daga.