Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

18 stiga hita spáð á Suðausturlandi

27.07.2020 - 23:01
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Á morgun er spáð fremur hægri breytilegri átt, en vestan 5-10 við suðurströndina síðdegis. Skýjað með köflum og úrkomulítið, en þykknar upp með dálítilli rigningu eða súld vestanlands annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Horfur á landinu næstu daga eru hæglætisveður og úrkomulítið fram eftir vikunni, en líkur á þokulofti við ströndina.

Hiti verður víða á bilinu 10 til 16 stig yfir daginn, en svalara í þokulofti. Hvessir af norðaustri á fimmtudagskvöld með rigningu á mestöllu landinu aðfaranótt föstudags. Kólnandi veður og rigning um helgina á Ströndum og Norðurlandi vestra.