Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Ók upp á vegrið og festist

26.07.2020 - 13:51
Bíll á vegriði
 Mynd: Jónatan Garðarsson - Ljósmynd
Bíl var ekið upp á vegrið, sem skilur á milli akreina á Reykjanesbraut til móts við golfvöll Keilis, um hádegisleytið í dag og festist hann þar.

Lögregla kom á staðinn og nú er verið að reyna að losa bílinn af vegriðinu. Ekki liggur fyrir hvernig bíllinn hafnaði þar.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir