Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Um 20 brottfarir daglega og 13 flugfélög

25.07.2020 - 22:15
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Um og yfir tuttugu brottfarir eru nú á degi hverjum frá Keflavíkurflugvelli. Á morgun eru 18 brottfarir skráðar á vefsíðu flugvallarins og á mánudaginn er 21 brottför fyrirhuguð.

Þrettán flugfélög eru nú með ferðir til og frá landinu. Flestar ferðirnar eru á vegum Icelandair, en ungverska flugfélagið Wizz Air er það félag sem flýgur hingað næstoftast. Það flýgur til tíu áfangastaða í sumar og allt að þrisvar í viku til sumra þeirra. 

Nokkuð er um að flugferðir séu felldar niður. Þannig fór um þrjár ferðir sem fara átti í dag og að minnsta kosti ein ferð verður felld niður á morgun.