Leita að köldum og hröktum göngumönnum á Trékyllisheiði

25.07.2020 - 16:53
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - RÚV
Björgunarsveitir á Ströndum voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna tveggja göngumanna í vanda á Trékyllisheiði. Mennirnir hafa verið á göngu í tvo daga og eru staddir nærri Búrfelli en eru orðnir kaldir og hraktir. Þoka og lélegt skyggni er á þessum slóðum.

Ekki er talið að mennirnir séu slasaðir.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að upplýsingar um nákvæma staðsetningu liggi ekki fyrir en björgunarsveitarfólk sem er kunnugt staðháttum telur sig vita hvar þeir eru.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi