Gul viðvörun fyrir Faxaflóa og Suðausturland

25.07.2020 - 10:13
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Faxaflóa og Suðausturland. Við Faxaflóa tekur viðvörunin gildi klukkan fimm í dag. Þar er spáð norðaustanátt þar sem hvassast verður á Snæfellsnesi. Þar má búast við snörpum vindhviðum við fjöll, sums staðar yfir 25 metrum á sekúndu á Snæfellsnesi og undir Hafnarfjalli.

Á Suðausturlandi er viðvörunin í gildi frá klukkan níu kvöld. Þar verður hvassast í Öræfum og reikna má með snörpum vindhviðum undir Öræfajökli og í Mýrdalnum. Veðurstofun segir að á þessum slóðum geti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind eða eru með aftanívagna.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi