Fleiri smit á einum sólarhring en nokkru sinni

epa08563903 A military Police personnel wearing a face shield stands guard outside the Indian Presidential House in New Delhi, India, 24 July 2020.  EPA-EFE/STR
Indland er eitt þeirra fjögurra landa, þar sem farsóttin geisar hvað heitast um þessar mundir. Þessi indverski herlögreglumaður er við öllu búinn.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Aldrei hafa fleiri greinst með kórónaveiruna sem veldur COVID-19 á einum degi en síðasta sólarhringinn, og nær tveir mánuðir eru liðnir frá því að jafn mörg dauðsföll hafa verið rakin til þessa vágests.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alþjóðaheibrigðisstofnunin sendi frá sér í kvöld. Þar segir að 284,196 kórónaveirusmit hafi verið staðfest síðasta sólarhringinn í heiminum öllum, ríflega 24.000 fleiri en á fyrri metdegi, sem var 18. júlí.

Þá dóu 9.753 úr Covid-19 þennan sama sólarhring og hafa ekki verið fleiri síðan 30. apríl, þegar 9.797 dauðsföll voru staðfest. Bandaríkin, Indland, Brasilía og Suður-Afríka eru þau fjögur lönd sem þyngst vega í þessari tölfræði. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi