Tónaflóð um landið í Egilsbúð í Neskaupstað

Tónaflóð um landið í Egilsbúð í Neskaupstað

24.07.2020 - 19:21

Höfundar

Tónaflóð RÚV og Rásar 2 um landið heldur áfram í kvöld í Egilsbúð í Neskaupstað. Það er hljómsveitin Albatross, með Elísabetu Ormslev og Sverri Bergmann, sem ferðast um landið í sumar og leikur tónlist hvers landshluta fyrir sig.

Tónleikarnir eru í beinni á RÚV og Rás 2 en útsendinguna má einnig horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hér má nálgast söngbók þar sem texti með öllum lögum kvöldsins er aðgengilegur.