Tom Cruise fær grænt ljós hjá norskum yfirvöldum

epa06884536 US actor/cast member Tom Cruise poses in front of the Eiffel Tower at the global premiere of 'Mission: Impossible - Fallout' in Paris, France, 12 July 2018. The movie will be released in French theaters on 01 August.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON
 Mynd: EPA - RÚV

Tom Cruise fær grænt ljós hjá norskum yfirvöldum

24.07.2020 - 17:19

Höfundar

Bandaríska stórstjarnan Tom Cruise og norskt dótturfélag íslenska framleiðslufyrirtækisins True North hafa fengið grænt ljós frá yfirvöldum í Noregi fyrir tökur á nýjustu Mission: Impossible-myndinni. Tökuliðið ætlar að verja 88 milljónum íslenskra króna í forvarnir gegn COVID-19.

Þetta kemur fram á vef NRK

Abid Raja, menntamálaráðherra Noregs, segir að tökulið sem hafi fengið vilyrði fyrir endurgreiðslu hjá norska kvikmyndasjóðnum og fallast á ströng skilyrði til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar geti fengið að koma til landsins. „Við erum ekki að opna landið sérstaklega fyrir Tom Cruise heldur fyrir alla.“

Tökuliðið verður skimað fyrir COVID-19 við komuna til landsins og svo aftur daginn eftir. Niðurstöðurnar úr báðum sýnatökunum verða að vera neikvæðar . Þá ætlar tökuliðið að vera með heilbrigðisstarfsfólk á sínum snærum sem mælir hitann á öllum á degi hverjum.  Auk þess verður tökuliðinu bannað blanda geði við aðra íbúa. 

Raja vísar því á bug að Cruise hafi hringt í hann persónulega til að fá leyfi fyrir komunni „Þetta snýst um að koma norska kvikmyndaiðnaðinum aftur af stað og það verða margir í Noregi sem fá vinnu í tengslum við þetta verkefni.“

Fram kom í norskum fjölmiðlum í sumar að Tom Cruise hefði sent Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, bréf þar sem hann óskaði eftir því að fá að ræða fyrirhugaða heimsókn við hana. Solberg afþakkaði gott boð en sendi erindið áfram til menningarmálaráðuneytisins. 

Tengdar fréttir

Mynd með færslu
Menningarefni

Norðmenn súrir vegna klifuratriðis Tom Cruise

Innlent

Tom Cruise einn af örlagavöldum Sushisamba

Innlent

Setið um Tom Cruise á Íslandi