Þjóðverjar reyna að miðla málum

24.07.2020 - 09:14
Erlent · Asía · Grikkland · Tyrkland · Evrópa
epa07181417 National seismic exploration vessel Oruc Reis sails on the Bosphorus in Istanbul, Turkey, 21 November 2018.The vessel was built by Turkish engineers in a domestic shipyard in Istanbul in 2017 and it is the second vessel of Turkey to explore the seas for oil and natural gas as Turkey's first seismic vessel, Barbaros Hayrettin Pasa, which was bought from Norway in 2013, is currently exploring the Mediterranean Sea. The 86-meter-long and 22-meter-wide vessel is able to stay in the sea for 35 days when its fuel and water reserves are full.  EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU
Tyrkneska rannsóknarskipið Oruc Reis sem leita á að olíu og gasi á umdeildu svæði á Eyjahafi. Mynd: EPA-EFE - EPA
Spenna hefur farið vaxandi milli Grikkja og Tyrkja vegna ákvörðunar hinna síðarnefndu að hefja olíu- og gasleit á svæði á Eyjahafi sem Grikkir segja tilheyra landgrunni sínu.

Gríski miðillinn Kathimerini kveðst hafa heimildir fyrir því að viðbúnaðarstig gríska flotans hafi verið aukið vegna ákvörðunar stjórnvalda í Ankara að senda tvo þriðju tyrkneska flotans út á Eyjahaf.

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa tekið að sér að miðla málum, en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lýst yfir stuðningi við málstað Grikkja og einnig Kýpverja, sem kvartað hafa undan olíu- og gasleit Tyrkja við Kýpur. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi