Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Rannsóknin á Andakílsá á borði ríkissaksóknara

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Rannsóknin á umhverfisslysinu í Andakílsá árið 2017 er nú á borði ríkissaksóknara. Greint var frá því í síðustu viku að tilraunaveiðar sé nú hafnar í ánni, en fyrir þremur árum var ríflega tuttugu þúsund rúmmetrum af aur veitt í ána úr miðlunarlóni Andakílsvirkjunar.

Skorradalshreppur kærði málið kærði málið til lögreglu, sem hætti rannsókninni í maí 2018. Í september ári síðar fól ríkissaksóknari síðan lögreglustjóranum á Vesturlandi að rannsaka hvað olli slysinu.

Í svari frá lögreglunni á Vesturlandi við fyrirspurn fréttastofu segir að unnið sé að gagnaöflun í samráði við ríkissaksóknara. Rannsókn málsins sé ekki að fullu lokið, en gert sé ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir fljótlega.

Forsvarsmenn Orku náttúrunnar lýstu yfir fullri ábyrgð fyrirtækisins á umhverfisslysinu. Orkustofnun sektaði fyrirtækið um eina milljón króna árið 2017 og sú sekt var staðfest af atvinnuvegaráðuneytinu í apríl 2018.