Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Ocasio-Cortez svarar fyrir sig í þrumuræðu á þinginu

Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata fyrir New York, flutti óvænt ræðu á þinginu í gær vegna ummæla Repúblíkananans Ted Yoho. Blaðamaður heyrði til Yoho þar sem hann kallaði Ocasio-Cortez „ógeðslega“ og „helvítis tík“ í samtali við kollega sína.

Ocasio-Cortez stal senunni í ræðu sinni í þinginu en hún hefur lýst því yfir að hún taki afsökunarbeiðni Yoho ekki gilda. Í ræðu sinni sagði hún að talsmáti Yoho gæfi færi á niðrandi talsmáta konum almennt. 

„Yoho þingfulltrúi veifaði framan í mig fingri og sagði að ég væri ógeðsleg, að ég væri klikkuð, að ég væri gengin af göflunum, að ég væri hættuleg. Fyrir framan fréttafólk uppnefndi Yoho fulltrúi mig og ég hef það eftir: „Fokking tík“,“ sagði Ocasio-Cortez. 

„Það sem heimilar öðrum körlum að gera slíkt hið sama við dætur sínar. Með slíku orðbragði fyrir framan fjölmiðla leyfir hann slíkt tungutak um eiginkonu sína, dætur og konur í hans heimi. Og ég kem hér upp og segi að slíkt er ólíðandi,“ sagði hún jafnframt í ræðu sinni. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV