Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellusmit

24.07.2020 - 11:58
Hráar kjúklingabringur á diski með pasta og tómata í bakgrunni.
 Mynd: Stocksnap.io
Matfugl ehf. hefur innkallað ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellusmit. Varan sem um ræðir hefur vöruheitið Ali, Bón­us með rekj­an­leika­núm­er­inu 215-20-25-1-01, heill kjúk­ling­ur, bring­ur, fille, legg­ir, væng­ir og læri, með síðasta notk­un­ar­dag 28.07.20 - 30.07.20. Kjúk­ling­num var dreift í verslanir Bónuss, Krónunnar, Ice­land og Fjarðar­kaupa.

Þeir sem hafa keypt kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum aftur í verslunina eða beint til Matfugls ehf. 

Að sögn sölustjóra Matfugls ehf. hafa engar fregnir borist af veikindum vegna vörunnar. Við greiningu á sýni sem fyrirtækið sendi til prófunar kviknaði hins vegar grunur um smit en það hefur ekki enn verið staðfest. Dreifing á vörunni hefur verið stöðvuð og innköllun er komin vel á veg. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi